VIRTUS býður fast verð í fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga í rekstri, fyrirtæki og hvers kyns félög eða félagasamtök.

  • Smelltu á Einstaklingur / Einstaklingsfélag til þess að fá sent fast tilboð fyrir einstaklinga með rekstur á eigin kennitölu eða í félagi þar sem sem eigandinn er einn á launaskrá.
  • Smelltu á Fyrirtæki / Félög til þess að fá sent fast tilboð fyrir fyrirtæki eða félög með fleiri en einn launamann og / eða umsvif sem eru meiri en í einstaklingsrekstri.
  • Smelltu á Launaumsjón til þess að fá sent tilboð í launaumsjón fyrir þinn rekstur.

Við bjóðum tvö verð fyrir einstakling með rekstur á eigin kennitölu kr. 10.000 á mánuði ef reksturinn er ekki virðisaukaskattskyldur eða kr. 12.500 ef standa þarf skil á virðisaukaskatti. Einstaklingsrekstur í eigin einkahlutafélagi önnumst við alla þjónustu fyrir kr. 20.000 ef reksturinn er utan vsk. kerfisins en ella kr. 25.000 á mánuði. Við ofangreindar fjárhæðir bætist virðisaukaskattur.

Innifalið í föstu mánaðarlegu gjaldi er færsla og afstemming bókhalds, skil á virðisaukaskattskýrslu, útreikningur launa, útgáfa launamiða og hlutafjármiða, útgáfa allt að 60 reikninga á ári, ársreikningur og skattframtal.

VIRTUS útvegar snjallforrit og vefsíðu sem nýtt er til þess að skila bókhaldsgögnum, en þar er ávallt hægt að nálgast afrit innsendra reikninga.

Fyltu út reitina hér að neðan og ýttu á senda og við höfum samband.

Einstaklingur

VIRTUS gerir fast mánaðarlegt tilboð í fjármálaþjónustu fyrir fyrirtæki og bókhaldsskyld félög. Gegn ákveðnum upplýsingum getum við boðið fast mánaðarlegt verð fyrir vel skilgreinda þjónustu. Þannig er auðvelt að reikna út sparnaðinn sem felst í úthýsingu. Tæknin gerir okkur kleift að vinna bókhaldið á hraðari og skilvirkari hátt en áður, sparnaður stærri fyrirtækja getur verið verulegur.

Viðskiptavinurinn velur hvaða þjónusta er innifalin, en algengt er að eftirfarandi sé innifalið í föstu mánaðarlegu gjaldi: færsla og afstemming bókhalds, skil á virðisauka, útreikningur launa, launamiðar og launaframtal, útgáfa reikninga, hlutafjármiðar, milliuppgjör, ársreikningur og skattframtal.

Tilboð byggir á umfangi rekstrar, fjölda launþega og útgefinna reikninga.

VIRTUS útvegar snjallforrit og vefsíðu sem nýtt er til þess að skila bókhaldsgögnum, en þar er ávallt hægt að nálgast afrit innsendra reikninga.

Fyrirtæki

Við gerum tilboð í launaumsjón byggt á fjölda starfsmanna, kerfi sem eru notuð auk annara þátta. Við vinnum með þau kerfi sem viðskitpavinir okkar kjósa en ef ekkert kerfi er til staðar þá leggjum við til DK hugbúnað og er notjun hans innifalin í okkar þóknun.

Þóknun okkar byggir á fjölda starfsmanna og lækkar þóknunin eftir því sem starfsmenn eru fleiri.

Það er einfalt og hagkvæmt að úthýsa launaumsjón. Yfir 150 viðskiptavinir VIRTUS hafa kosið að úthýsa launaumsjón yfir 3 þúsund starfsmanna sinna til VIRTUS. Fjöldi starfsmanna viðskiptavina VIRTUS eru frá 1 og 300.

Fyltu út reitina hér að neðan og ýttu á senda og við höfum samband.

Launaumsjón